S.L.A.A. er félagsskapur byggður á grunni tólf reynsluspora og tólf erfðavenja A.A.-samtakanna. Eina skilyrðið fyrir þátttöku í S.L.A.A. er löngun til að hætta að lifa í mynstri ástar- og kynlífsfíknar. S.L.A.A.-samtökin eru alfarið rekin með frjálsum framlögum meðlima og eru opin hverjum þeim sem þarfnast þeirra.
Til að sporna við hinum mannskemmandi afleiðingum ástar- og kynlífsfíknar beitum við fimm meginúrræðum:
- Fráhald. Fúsleiki okkar á hverjum degi til að hætta að ástunda botnhegðun okkar.
- Trúnaðarmennska / fundir. Geta okkar til að leita eftir stuðningi félaga í S.L.A.A.
- Reynslusporin. Ástundun okkar á tólf spora bataleiðinni til að ná heilbrigði á kynferðis- og tilfinningasviðinu.
- Þjónusta. Endurgjöf okkar til S.L.A.A.-samfélagsins fyrir allt sem við höfum fengið.
- Andlegt líferni. Þróun sambands okkar við Mátt æðri okkur sjálfum sem getur leiðbeint og haldið okkur í bata.
Sem félagsskapur hafa S.L.A.A.-samtökin enga skoðun á utanaðkomandi málefnum og blanda sér ekki í opinber deilumál. S.L.A.A.-samtökin eru ekki tengd neinum öðrum samtökum, hreyfingum eða stefnumálum, hvort sem þau eru trúarleg eða ekki. Við sameinumst hins vegar um það markmið að takast á við ávanabindandi hegðun í ástar- og kynferðismálum. Við glímum öll við mynstur áráttu- og þráhyggju sem gerir muninn á kynferði okkar og kynhneigð að aukaatriði. Við þurfum sérstaklega að vernda nafnleynd allra S.L.A.A.-félaga. Einnig reynum við að forðast að vekja óþarfa athygli á S.L.A.A. í heild sinni í opinberum fjölmiðlum.
