Vika 1

1. kafli – Uppgötvun ástar- og kynlífsfíknar: Sagan mín – hluti 1


Ég held ég hafi verið viðkvæmt barn. Ég brást við umhverfi mínu af mikilli forvitni. Kærast öllu var mér sátt og samlyndi og í það leitaði ég. En tilfinningalegt umhverfi mitt var sjaldnast í jafnvægi. Faðir minn var alkóhólisti á hraðri niðurleið og móðir mín upptekin af því að skútunni á floti, hvað sem það kostaði. Ég ólst upp sem viðkvæmt barn á statt á milli tveggja stríðandi einstaklinga. Ég reyndi að telja sjálfum mér trú um að heimurinn væri rökréttur og sjálfum sér samkvæmur. Ég þráði að finna skjól undan öfgakenndu tilfinningaróti og ofbeldinu í kringum mig. Í þessari hringiðu tókst mér aldrei almennilega að trúa því að ég væri elskaður, né heldur gat ég hætt að þrá það. Þar sem ég kunni ekki einu sinni orðin til að útskýra fyrir sjálfum mér hvað var að gerast átti eitruð reiði  greiða leið inn í hjarta mitt.
Ég var oft yfirkominn af sorg, missi og tilfinningunni að vera einn og yfirgefinn, en nokkrum sinnum gerðist eitthvað sem fékk mig til að finnast að ég væri í lagi, að ég væri dýrmæt guðs gjöf. Örsjaldan  skynjaði ég fyrirvaralaust að fyrir guði væri tilvist mín bara fín.  Þessi tilfinning, í svo hróplegu ósamræmi við allt annað sem gekk á í lífi mínu, lýstu eins og fjarlæg og dofnandi  leiðarljós í óreiðu næstu tuttugu og fimm ár tilverunnar. En þessar  minningar fyrstu bernskuáranna um sjálfsvitund mína, vel geymdar með sjálfum mér, voru að mestu leyti fallnar í gleymsku  og þar með einnig sú dýrmæta von sem í þeim fólst.
Eina huggun mín á þessum fyrstu árum ævi minnar fólst í líkamlegri snertingu móður minnar. Hún gaf ekki mikil færi á því nema þegar hún ruggaði mér í svefn eftir að ég vaknaði upp af martröðum eða hún refsaði mér með rassskellingum. Þegar ég var veikur og með hita  leyfði hún mér að kúra hjá sér í rúminu og hélt utan um mig, litli líkaminn umvafinn frá hvirfli til ilja af móðurlegri umhyggju og kærleika. Þessi tilfinning var alsæla fyrir mér en fól samt ekki í sér neina kynferðislega örvun. Hins vegar gaf þessi alltumlykjandi, líkamlega hlýju annars  líkama umvefjandi minn mér mjög öflug, tilfinningaleg skilaboð: „Ég upplifi umhyggju, ég er verndaður og einhver vill mig. Ég er elskaður.“
Sem barn bæði hataði ég og dáði fyllibyttuna föður minn og þoldi ekki móður mína fyrir að takast ekki betur að stöðva hina daglegu helför fjölskyldunnar. Samt þráði ég líka  „allt í lagi“ skilaboðin hennar, sem þessi líkamlega næturumhyggja hennar voru mér. Ég kom út úr bernskunni með mjög undarlegar, en þó skiljanlegar, hugmyndir. „Eina leiðin fyrir mig til að finna elsku er í gegnum líkamleg atlot.“ „Ég má aldrei sýna raunverulegar tilfinningar því það að vera „viðkvæmur“ er að vera berskjaldaður og þá þarf að súpa seyðið af því að vera „aumingi“.
Þessar bernskuskoðanir voru dyggilega studdar af hetjum kvikmynda þess tíma. Kvikmyndahetjan John Wayne undirstrikaði einstaklega vel þá lífsstefnu að fara í gegnum lífið á hörkunni og sýna aldrei þörf fyrir tilfinningalega umhyggju. Með kvikmyndahetjur mínar sem fyrirmynd ákvað ég að ef ég sýndi aldrei tilfinningar mínar myndi ég fá það sem ég vildi, ef ég kæmi illa fram við konur yrðu þær hrifnar af mér í laumi. Þær myndu dást að mér fyrir að misþyrma þeim. Þær myndu laðast að mér og aldrei yfirgefa mig.
Á barnaskólagöngu minni höfðu tilraunir mínar til að afneita eigin tilfinningum skiljanlegar afleiðingar. Tilfinningalegar „þarfir“ mínar hurfu að sjálfsögðu aldrei. Þær voru bældar niður og fengu þannig að gerjast og ala af sér langanir sem lýstu sér sem yfirþyrmandi skot og tilfinningar í garð ákveðinna skólafélaga, stúlkna sem drengja. Það var einkum og sér í lagi ein stúlka, tveimur árum eldri en ég, sem „átti“ mig í næstum fimm ár. Þegar hún kom inn í herbergi þar sem ég var, þaut adrenalínið um æðar mér, gerði mig andstuttan og hjartað hamaðist. Hún vissi aldrei neitt.
Ég hóf þau sem tilfinningar mínar beindust að upp á stall sem dýrlinga. Þau táknuðu ósnertanlegan hreinleika. Það var aðeins í draumórum mínum, þar sem ég lék hlutverk hetjunnar sem bjargaði mannslífum af riddaralegri staðfestu, sem ég ímyndaði mér að þessar draumaprinsessur yrðu varar við tilvist mína.
Annað þema gerði einnig vart við sig, að hluta til eins og til að bæta upp fyrir að vera lamaður af hrifningarbríma og nærðist á ómeðvituðu hatri mínu á móður minni og þar af leiðandi öllum konum. Ég þróaði með mér sjálfsöruggt fas í anda John-Wayne sem var fyrirmynd hugmynda minna um karlmennsku.  Eins og kvikmyndahetjurnar, og einn bekkjafélagi minn sem virtist ganga mjög í augun á stelpunum, leit ég á stelpur sem sýndu mér áhuga sem varning frekar en manneskjur. Í mínum huga voru allar konur ýmist „gyðjur“ eða „hórur“.
Ég var algjörlega ómeðvitaður um „staðreyndir lífsins“ fram að ellefu ára aldri. Þrátt fyrir heilmikla kynferðislega leiki í æsku jafnt með stúlkum sem drengjum kom uppgötvun „kynferðislegrar fullnægingar“ mér í opna skjöldu. Það voru nokkrir skólafélagar sem að lokum urðu leiðir á fáfræði minni og sögðu mér loksins „hvernig það gerist“ og gerðu mikið grín að mér í leiðinni. Ég spurði móður mína út í þessa nýtilkomnu þekkingu mína. Hún fölnaði og sagði mér að lokum frá kynlífi sem samkvæmt hennar lýsingu, hafði álíka mikið tilfinningagildi eins og pípulagningarvinna. Ég fékk aldrei neinar manneskjulegri útskýringar frá henni.
Ég upplifði fullnægingu í fyrsta skipti sumarkvöld eitt í sumarbúðum fyrir drengi. Eldri drengir þar höfðu leiðbeint mér varðandi sjálfsfróun, en ég hafði ekki tekið þá alvarlega. Engu að síður prófaði ég að fitla við sjálfan mig og upplifði sterka kynörvun í fyrsta skipti. Þegar hún varð að fullnægingu var það svo sterk reynsla að hún kom mér algjörlega á óvart. Það hringsnerist allt fyrir augunum á mér þegar orka hennar flæddi um líkamann. Upplifunin varð mér algjör hugljómun. Mér fannst ég hafa rekist á leynilegt og óumrætt vald, sem undir niðri stjórnaði veröldinni án þess að nokkur léti á því bera.
Upp frá þessum degi varð fullnæging í gegnum sjálfsfróun að  daglegri athöfn hjá mér. Ólíkt mörgum öðrum hafði enginn sagt mér að sjálfsfróun væri ekki guði þóknanleg, enda aldrei minnst á þannig mál á mínu heimili. Þess vegna var mér frjálst að þróa þessa iðkun án þess að mér fyndist ég vera að brjóta af mér siðferðislega.
Þarna var grunnurinn lagður að tímabili sem ég skilgreindi löngu síðar, sem virka „ástar“ og kynlífsfíkn. Hin gamla tilfinning um að allt væri í lagi og öruggt, sem upphaflega hafði komið frá líkamlegri snertingu móður minnar, hafði nú sameinast sterkri kynferðislegri löngun. Þetta, ásamt trúnni á það að mér bæri að taka það sem ég vildi, vísaði veginn að sjálfsköpuðu, samviskulausu (að því er virtist) lauslæti.
Dægurmenning þess tíma var líka farin að dæla út kitlandi skilaboðum um réttinn til kynlífs með slagorðum eins og „nýtt siðferði“, „kynlíf án samviskubits,“ „kynlífsbylting“, „pillan“, o.s.frv. Slíkt samfélagslega samþykkt skotleyfi var hentugur felubúningur fyrir kynlífsfíknina sem nú var að taka völdin. Ég var meðvitað í stöðugri leit að tækifærum til kynlífs  án tilfinningaflækja – kynlífi án skuldbindinga. Brátt tókst mér að koma því svo fyrir  að kynlíf var í boði, en gat svo ekkert gert vegna kvíða. Þetta jók á óttann um að líkami minn væri ekki gjaldgengur á kynferðissviðinu, svo ekki væri nú minnst á óttann við að vera hinsegin.
Tilfinningalegt óöryggið vegna getuleysisins í þessari frumraun gerði mig staðráðinn í að sanna mig. En allar fyrstu tilraunir mínar í kynlífi voru gegnsýrðar af ótta um að mér mundi mistakast að fá fullnægjuna sem ég taldi mig eiga heimtingu á. Auðvitað var ég hvorki eðlilegur né afslappaður þegar ég reyndi að búa til aðstæður sem buðu upp á kynlíf. Ég var bæði feiminn og heftur og oft á tíðum svo þunglyndur að mér þvarr allur máttur. Mér fannst ég ekki aðlaðandi í augum annarra. Það var ekki fyrr en ég hafði hert til muna tilraunir mínar til að virðast sjálfsöruggur og djarfur, að mér tókst að þröngva sjálfum mér í gegnum þetta myrkur þunglyndis og kvíða og áfram út í hinn stóra heim.
Á einhvern undurfurðulegan hátt, aðeins fimm mánuðum eftir hina mislukkuðu kynlífstilraun mína horfði ég upp á sjálfan mig, umhugsunarlaust,  játa stelpu ást mína.  Þetta hafði ég alls ekki séð fyrir! Fram að þessu hafði hún aðeins verið ein þeirra sem ég í feimni minni hafði sýnt hroka og kaldhæðni. Ég hafði aldrei hugsað um hana á kynferðislegan hátt. Því  stórfenglegra var það að finna þá dáleiðandi tilfinningu að sameinast henni og  gefa henni hjarta mitt úr dýpstu sálarrótum. Þessari kennd, að finna mitt innsta sjálf og deila því með annarri manneskju, var mér reynsla sem breytti mér á svipaðan hátt  og þegar ég uppgötvaði fullnæginguna nokkrum árum fyrr. Samt voru engar samfarir stundaðar þetta kvöld þegar ég uppgötvaði hjarta mitt og gaf það frá mér (eða öllu heldur, þegar ég uppgötvaði hjarta mitt með því að gefa það frá mér.)