Fundarform Zoom funda

  1. Smella á netfund á fundasíðunni
  2. Velja Participants
  3. Smella á Claim Host hnappinn
  4. Slá inn kóðann 170644
  5. Ef þarf: Innskráning á stjórnborð á zoom.us
  6. Slá inn netfang – EKKI velja “Sign In with Google”
  • Email Address: netfundir.slaa@gmail.com
  • Password: $laaFundur2020

Upphaf fundar

Ritari:  Ég heiti _______ og er ástar- og kynlífsfíkill.  Þetta er S.L.A.A. netfundur sem stendur til klukkan 20:45 / 11:00 / 21:45

Mig vantar tímavörð fyrir fundinn, er einhver til í að sjá um tímavörslu…?

Ég þarf einn félaga sem Co-host til að hjálpa mér með fundinn.
​(Ritari velur Make Co-Host í valblaði í hægra horninu á mynd af viðkomandi félaga/félögum)

Varðandi nafnleyndina:  Það sem sagt er á fundinum má undir engum kringumstæðum berast út fyrir fundinn.  Fundurinn er bæði með hljóði og mynd og biðjum við ykkur um að hafa það í huga upp á að vernda nafnleynd félaga.Við viljum hvetja alla félaga til þess að vera í mynd eins og kostur er á meðan á fundinum stendur.

Til að lágmarka truflanir á hljóði biðjum við ykkur um að stilla á mute þegar þið eruð ekki að tala.  Ég loka fyrir hljóðið á öllum núna en þið getið svo sett það á eftir þörfum á fundinum. (Ýta á Mute All)

Ég set núna vefslóðir á lesefni í upphafi fundar í spjallgluggann:

  • Einkenni eða Einkenni manneskju sem elskar of mikið (á sömu vefsíðu):  slaa.is/einkenni (ritari velur)

Nú vil ég biðja ________ að lesa Inngangsorð S.L.A.A. / Verkfæri S.L.A.A. (ritari velur):

Svo vil ég biðja ________ að lesa Sporin 12:

Þá vil ég biðja ________ að lesa Einkenni ástar- og kynlífsfíknar / Einkenni manneskju sem elskar of mikið (á sömu vefsíðu – ritari velur)

Hugleiðing dagsins

Er einhver á fundinum með hugleiðslubók S.L.A.A. A State of Grace og getur lesið hugleiðingu dagsins…?

Leiðari / Lestur / Frjáls tjáning

Við biðjum félaga að leggja sig eftir því að virða mörk annarra á Zoom spjallinu og jafnframt að sleppa því að spjalla á meðan aðrir tjá sig á fundinum.

  1. Leiðari.  Þá vil ég bjóða velkominn leiðara fundarins ________ sem mun segja okkur hvernig þetta var, frá prógramminu og frá breytingunum og batanum í u.þ.b. 10–15 mín.
    • Getur tímavörður látið vita eftir 10 og svo 15 mínútur?
  2. Enginn leiðari.  Tjáning, tímanum deilt jafnt niður á fundarmenn.
  3. Lestur.  Nú lesum við saman ____ úr S.L.A.A. bókinni. 
    • (Ritari setur inn vefslóð í umræðugluggann.) 

Á undan tjáningu

Við tölum ekki ofan í hvert annað, við gagnrýnum ekki tjáningu hvers annars og forðumst nákvæmar lýsingar á hegðun okkar í virkri ástar- og kynlífsfíkn.Tímavörður tekur tímann og hver má tala í ___ mínútur.

(Deila með fjöldatölu-lágmark 3 mínútur.)

Tjáning má standa til…

  • (mán. 19:30) Klukkan 20:10 er félögum í tjáningarþörf boðið orðið eins og tími gefst til.

Þá má leiðari/ritari benda á fólk…  /  félagar biðja um orðið…

Eftir tjáningu

Við viljum minna á nafnleyndina.  Það sem sagt er á fundinum og hverjir mæta hingað má ekki undir nokkrum kringumstæðum berast út fyrir fundinn.

Ef einhverjir félagar töluðu ekki á fundinum, má bjóða þeim að kynna sig…

(Ritari velur lesefni í lok fundar og ég set núna viðeigandi vefslóð í spjallgluggann)

Má bjóða þér ________ að lesa _______ ?

Ef tími leyfir – að taka stöðuna

Í lok fundar tökum við stöðuna, sem nefnist Getting current í S.L.A.A. bókinni.

Við viljum taka fram að þetta er ekki opin tjáning.  Við leggjum áherslu á að segja frá spennandi aðstæðum á ástar- og kynlífssviðinu, og eða því sem gæti ógnað batanum.

Í dag er tímalengd tjáningar ______   (30 sek. eða 1 mínúta)
Getur tímavörður tekið tímann?

Ritari bendir á fólk.  Fólk lætur vita ef það getur ekki eða vill ekki tjá sig.  Má ég fyrst fá að heyra í…       (gott að byrja á reyndum félaga)

Eftir stöðuna

(sun / mán) Ef einhver félagi er spenntur fyrir að leiða næst, látið mig vita…

Við viljum minna á netfundi á Zoom sem eru á eftirfarandi tímum:

  • sunnudagar 10:00 – kvennafundur
  • ​sunnudagar 20:30
  • mánudagar 19:30

​Tilkynningar og lesefni

Er einhver með S.L.A.A. tengda tilkynningu…?

Við viljum benda á S.L.A.A. lesefni og hljóðupptökur sem eru á netinu.

Ég set þessar upplýsingar núna inn í spjallgluggann:

Sjöunda erfðavenjan

Samkvæmt sjöundu erfðavenjunni ætti hver S.L.A.A. deild að vera fjárhagslega sjálfstæð og hafna utanaðkomandi framlögum. Zoom deildin er fjárhagslega sjálfstæð en framlög í pottinn eru notuð til þess að styrkja starf S.L.A.A. á Íslandi.

​Ég set núna reikningsnúmer Samstarfsnefndar S.L.A.A. sem gengur undir heitinu Ágústínusarfélagið inn í spjallgluggann:

  • Kt. 441005-1210
  • Reikningur:  0512-14-404410  

Um trúnaðarmenn

Til að öðlast bata í S.L.A.A. er mælt með að vinna reynslusporin tólf með aðstoð trúnaðarmanns.

Ef einhverjir félagar vilja deila símanúmerinu sínu þá er hægt að setja það í spjallgluggann núna…

Þau sem gefa kost á sér sem trúnaðarmenn mega endilega láta vita af því og kynna ykkur með nafni…

​Lokaorð

Við erum hér til að öðlast bata frá ástar- og kynlífsfíkn.  Daður og önnur markalaus hegðun innan S.L.A.A. samtakanna telst alvarlegt mál.  Þetta á bæði við um nýliða sem lengra komna.  Talið hvert við annað er vandamál koma upp en forðist slúður og ádeilur. Nú geta þau sem vilja farið með Æðruleysisbænina.

Guð, gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.

Takk fyrir fundinn!


Samviskufundur (eftir 1. fund hvers mánaðar)

Komið þið sæl, ég heiti _______ og er ástar- og kynlífsfíkill. Nú hefst mánaðarlegur samviskufundur sem haldinn er eftir 1. fund mánaðarins.

Ég set fundinn með bæn:

Æðri máttur, við bjóðum þér inn til okkar, til að leiðbeina og stýra okkur er við leitum sannleika yðar.  Æðri máttur, vinsamlegast leggðu til hliðar í hverju okkar það sem hindrar okkur í að finna sannleikann.  Leggðu til hliðar fordóma okkar um það sem við höldum að við vitum um þessar aðgerðir, þennan fund og andlegt ástand okkar.  Fjarlægðu ótta okkar æðri máttur, svo við getum heyrt sannleika þinn í gegnum aðra meðlimi deildarinnar.  Gefðu okkur styrk og hugrekki til að deila þínum sannleika með hvert öðru í sönnum anda kærleika og samúðar með náunganum.

Samviskufundurinn er að hámarki í 15 mínútur.  Getur tímavörður stillt klukku?Er einhver með málefni sem viðkomandi vill bera undir samvisku deildarinnar?

EF NEI  (ekkert málefni)

Ritari:  Þar sem ekkert málefni liggur fyrir þá legg ég til að við ljúkum fundinum með æðruleysisbæninni.Guð, gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.

Ritari:  Þau sem vilja geta hinkrað á línunni til að spjalla.  Annars þakka ég ykkur fyrir fundinn.

EF JÁ  (félagar vilja ræða málefni)

Ritari segir:  Hvaða málefni viljið þið ræða á samviskufundinum?Félagar segja frá málefnum

Ritari kemur með tillögu að röðun mála eftir mikilvægi og innsæi ritara og annarra félaga
     (ritari getur borið tillöguna upp til samþykktar)

Ritari segir:  Við reynum að taka öll málefni fyrir en það er ekki víst að við náum að fara yfir allt.  Við getum þá reynt að taka önnur mál fyrir á næsta samviskufundi.  Einnig reynum við að vera stuttorð í tjáningu því fundartíminn er ekki langur.

Umræður um mál – ritari stýrir þeim

Þegar 15 mínútur eru liðnar…Ritari:  Nú höfum við ekki lengri tíma.  Ég legg því til að við ljúkum við fundinum með æðruleysisbæninni.

Guð, gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.

Ritari:  Þau sem vilja geta hinkrað á línunni til að spjalla.  Annars þakka ég ykkur fyrir fundinn.